Lasagne með kjötbollum

lasanja með kjötbollum
Kjötsósa:
1/2 kg. lambahakk
1 laukur smátt saxaður
2 hvítlausrif
2 dósir niðursoðnir tómatar
1/2 búnt steinselja
1/2 tesk. oregano
salt og pipar

Kjötbollur:
1/2 kg. lambahakk
1 egg
50 gr. brauðrasp
1/2 dl. rifinn parmesanostur
1/2 búnt steinselja
2 hvítlauksrif
salt og pipar

Bechamel sósa:
50 gr. smjör
50 gr. hveiti
600 - 700 ml. mjólk
1/2 dl. rifinn parmesanostur
salt, pipar og rifið múskat

300 gr. lasagneplötur

Ofan á:
1 mozzarella kúla
1/2 dl. rifinn parmesanostur

Steikið lauk og hvítlauk þar laukurinn er mjúkur. Bætið hakkinu við og steikið þar til það er vel brúnað. Bætið þá tómötum og kryddi við og látið malla í um 1 klukkustund.

Hnoðið allt sem á að fara í bollurnar vel saman í höndunum og mótið litlar kjötbollur. Látið þær bíða í ísskáp í um 30 mínútur og steikið svo á pönnu þar til þær eru fallega brúnaðar á öllum hliðum.

Bræðið smjörið og hrærið hveitinu saman við. Látið sjóða í 2-3 mínútur. Bætið mjólkinni smátt og smátt saman við og látið malla í nokkrar mínútur. Hrærið í pottinum allan tímann. Kryddið og blandið rifna ostinum saman við.

Setjið í eldfast mót 1/3 af kjötsósunni, helminginn af kjötbollunum, 1/3 af bechamel sósunni og helminginn af lasagneplötunum. Endurtakið og endið á afganginum af kjötsósunni og bechamel sósunni. Dreifið ostinum yfir og bakið við 175° í 30-40 mínútur.

Ummæli