föstudagur, 31. ágúst 2007

Tagliatelle með reyktum laxi og spínati

pasta með reyktum laxi og spínati

300 gr spínat
4 hvítlauksrif, marin eða söxuð mjög fínt
500 gr. reyktur lax, skorinn í frekar litla bita
2 tesk. múskat
1 tesk. svartur pipar
2 dl rjómi
500 gr. tagliatelle
2 msk ólífuolía
1 dl ferskur parmesan ostur

Hitið hvítlaukinn olíunni þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið spínatinu út í ásamt kryddinu. Hellið rjómanum út í ásamt parmesanostinum og látið malla þar til sósan fer að þykkna. Bætið reykta laxinum út í ásamt soðnu pastanu.
Borið fram með parmesanosti

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...þessi réttur er algjört æði og slær alls staðar í gegn, búin að elda þetta margoft - kv. Solla

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...