þriðjudagur, 28. ágúst 2007

Ítalskur lax

Lax með ítalskri sósu

Þennan rétt fékk ég á Caruso fyrir nokkrum árum. Gestgjafinn bauð á tímabili upp á að fá uppskriftir frá veitingahúsum fyrir lesendur sína og þannig komst ég yfir uppskriftina.

1 kg. laxaflök
2 dósir niðursoðnir tómatar í bitum
2 matsk. tómatpurre
4 marin hvítlauksrif
salt og pipar
2 tesk. oregano
2 tesk. basil
1 tesk. sykur
Blandað saman og smurt yfir laxinn, rifnum parmesan osti stráð yfir og bakað við 180° í ca. 20 mínútur.

Borið fram með soðnum kartöflum, volgri skalotlaukolíu og salati.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...