föstudagur, 31. ágúst 2007

Tagliatelle með reyktum laxi og spínati

pasta með reyktum laxi og spínati

300 gr spínat
4 hvítlauksrif, marin eða söxuð mjög fínt
500 gr. reyktur lax, skorinn í frekar litla bita
2 tesk. múskat
1 tesk. svartur pipar
2 dl rjómi
500 gr. tagliatelle
2 msk ólífuolía
1 dl ferskur parmesan ostur

Hitið hvítlaukinn olíunni þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið spínatinu út í ásamt kryddinu. Hellið rjómanum út í ásamt parmesanostinum og látið malla þar til sósan fer að þykkna. Bætið reykta laxinum út í ásamt soðnu pastanu.
Borið fram með parmesanosti

þriðjudagur, 28. ágúst 2007

Ítalskur lax

Lax í tómatsósu

Þennan rétt fékk ég á Caruso fyrir nokkrum árum. Gestgjafinn bauð á tímabili upp á að fá uppskriftir frá veitingahúsum fyrir lesendur sína og þannig komst ég yfir uppskriftina.

1 kg. laxaflök
2 dósir niðursoðnir tómatar í bitum
2 matsk. tómatpurre
4 marin hvítlauksrif
salt og pipar
2 tesk. oregano
2 tesk. basil
1 tesk. sykur
Blandað saman og smurt yfir laxinn, rifnum parmesan osti stráð yfir og bakað við 180° í ca. 20 mínútur.

Borið fram með soðnum kartöflum, volgri skalotlaukolíu og salati.

Tortilla Español

Spænsk eggjakaka 6 kartöflur
1 laukur
3 hvítlauksrif
6 Brúnegg
ólífuolía
salt

Kartöflurnar skornar í tvennt og síðan í þunnar sneiðar. Steiktar í ólífuolíunni þar til þær eru eldaðar í gegn. Laukur og hvítlaukur saxað smátt og sett saman við kartöflurnar á pönnunni, steikt áfram í 2-3 mínútur. Eggin hrærð saman og söltuð og hellt yfir kartöflurnar á pönnunni. Eldað við vægan hita þar til eggin eru nánast alveg hlaupin. Þá er tortillunni snúið við og hún steikt á hinni hliðinni. Tortillan er góð bæði heit og köld.


Við notum eggin frá

föstudagur, 24. ágúst 2007

Fylltar kartöflur

Kartöflur með hakkfyllingu

10 bökunarkartöflur
100 gr.geitaostur (eða fetaostur)
30 gr. smjör
500 gr. hakk
2 laukar
2 hvítlauksrif
1/2 tesk. timian
1 matsk. hveiti
1 matsk. tómatpuré
1 matsk. Worchestershire sósa
1/4 l. nauta- eða lambasoð
salt og pipar

Bakið kartöflurnar við 200° í 1 1/2 klukkustund.
Steikið hakkið, bætið lauk og hvítlauk saman við og kryddið. Hrærið hveitinu og tómatpuré saman við. Steikið í nokkrar mínútur og hrærið stöðugt í. Bætið Worchestershire sósu og kjötsoði saman við og látið sjóða í 60 mínútur.
Skerið lok ofan af kartöflunum og takið innan úr þeim með skeið. Stappið kartöflurnar með geitaosti og smjöri og bragðbætið með salti og pipar.
Setjið kjötsósuna í kartöflurnar og kartöflumúsina ofan á. Bakið við 200° í 20 mínútur.
Berið fram með góðu salati.

fimmtudagur, 23. ágúst 2007

Panang kjúklingur

Tælenskur panang kjúklingur
1 kg. kjúklingur
3 matsk. olía
200 gr. skalotlaukur
2 matsk. panang karrýmauk (eða rautt karrýmauk ef þið fáið ekki panang)
3 matsk. hnetusmjör
1 dós kókosmjólk
1 chili
2 matsk. fiskisósa
1 1/2 matsk. sykur
5 kaffir limelauf
1/2 dl. vatn

Kjúklingurinn skorinn í litla bita og steiktur þar til hann er eldaður í gegn. Settur til hliðar. Skalotlaukurinn skorinn í sneiðar og steiktur í 2 mínútur án þess að láta hann brúnast. Karrýmauki og hnetusmjöri er bætt á pönnuna og steikt í 1/2 mínútu. Kókosmjólkinni, vatni, chili, fiskisósu, sykri og limelaufum bætt út í og látið sjóða við lágan hita í 5 mínútur. Hækkið þá hitann og bætið kjúklingnum í sósuna og hitið í ca 2 mínútur. Berið fram með soðnum hrísgrjónum.

fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Lasagne með kjötbollum

Kjötbollulasagne
Kjötsósa:
1/2 kg. lambahakk
1 laukur smátt saxaður
2 hvítlausrif
2 dósir niðursoðnir tómatar
1/2 búnt steinselja
1/2 tesk. oregano
salt og pipar

Kjötbollur:
1/2 kg. lambahakk
1 Brúnegg
50 gr. brauðrasp
1/2 dl. rifinn parmesanostur
1/2 búnt steinselja
2 hvítlauksrif
salt og pipar

Bechamel sósa:
50 gr. smjör
50 gr. hveiti
600 - 700 ml. mjólk
1/2 dl. rifinn parmesanostur
salt, pipar og rifið múskat

300 gr. lasagneplötur

Ofan á:
1 mozzarella kúla
1/2 dl. rifinn parmesanostur

Steikið lauk og hvítlauk þar laukurinn er mjúkur. Bætið hakkinu við og steikið þar til það er vel brúnað. Bætið þá tómötum og kryddi við og látið malla í um 1 klukkustund.

Hnoðið allt sem á að fara í bollurnar vel saman í höndunum og mótið litlar kjötbollur. Látið þær bíða í ísskáp í um 30 mínútur og steikið svo á pönnu þar til þær eru fallega brúnaðar á öllum hliðum.

Bræðið smjörið og hrærið hveitinu saman við. Látið sjóða í 2-3 mínútur. Bætið mjólkinni smátt og smátt saman við og látið malla í nokkrar mínútur. Hrærið í pottinum allan tímann. Kryddið og blandið rifna ostinum saman við.

Setjið í eldfast mót 1/3 af kjötsósunni, helminginn af kjötbollunum, 1/3 af bechamel sósunni og helminginn af lasagneplötunum. Endurtakið og endið á afganginum af kjötsósunni og bechamel sósunni. Dreifið ostinum yfir og bakið við 175° í 30-40 mínútur.


Við notum eggin frá

miðvikudagur, 15. ágúst 2007

Tælensk önd í ananaskarrý

Önd með ananas

5 andarbringur (skinnlausar) skornar í bita
1/2 tesk. salt
2 tesk. sojasósa
2 tesk. sesamolía
1/2 tesk. svartur pipar
2 tesk. maísenamjöl
3 matsk. olía
100 gr. skalotlaukur, skorinn í sneiðar
2 matsk. rautt taílenskt karrýmauk
1 dós kókosmjólk
150 ml. kjúklingasoð
1 ferskur ananas, skorinn í bita
1 rautt chili
2 matsk. fiskisósa
1 matsk. sykur
rifinn börkur af einu lime

Salti, sojasósu, sesamolíu, pipar og maisenamjöli blandað saman í skál og andarbringurnar látnar marinerast í blöndunni í um 15 mínútur.
Skalotlaukurinn steiktur þar til hann er mjúkur, eða um 2 mínútur. Karrýmaukinu blandað saman við og steikt í 30 sekúndur. Kókósmjólkinni, kjúklingakraftinum, ananasinum, chili, fiskisósu, sykri og limeberki blandað saman við og látið malla í 10 mínútur. Andarbringurnar steiktar við háan hita í um 2 mínútur og síðan blandað saman við sósuna.
Borið fram með hrísgrjónum

sunnudagur, 12. ágúst 2007

Rauðrófusalat með geitaosti

Rauðrófusalat með fetaosti
250 gr. soðnar rauðrófur (ekki í ediki)
100 gr. geitaostur (má líka nota fetaost)
30 gr. ósaltar pistasíuhnetur
Ólífuolía

Rauðrófurnar skornar í bita og settar á disk, geitaosturinn mulinn yfir. Ólífuolíunni dreypt yfir og gróft saxaðar pistasíuhetur að lokum settar yfir.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...