föstudagur, 31. ágúst 2007

Tagliatelle með reyktum laxi og spínati

pasta með reyktum laxi og spínati

300 gr spínat
4 hvítlauksrif, marin eða söxuð mjög fínt
500 gr. reyktur lax, skorinn í frekar litla bita
2 tesk. múskat
1 tesk. svartur pipar
2 dl rjómi
500 gr. tagliatelle
2 msk ólífuolía
1 dl ferskur parmesan ostur

Hitið hvítlaukinn olíunni þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið spínatinu út í ásamt kryddinu. Hellið rjómanum út í ásamt parmesanostinum og látið malla þar til sósan fer að þykkna. Bætið reykta laxinum út í ásamt soðnu pastanu.
Borið fram með parmesanosti

þriðjudagur, 28. ágúst 2007

Ítalskur lax

Lax með ítalskri sósu

Þennan rétt fékk ég á Caruso fyrir nokkrum árum. Gestgjafinn bauð á tímabili upp á að fá uppskriftir frá veitingahúsum fyrir lesendur sína og þannig komst ég yfir uppskriftina.

1 kg. laxaflök
2 dósir niðursoðnir tómatar í bitum
2 matsk. tómatpurre
4 marin hvítlauksrif
salt og pipar
2 tesk. oregano
2 tesk. basil
1 tesk. sykur
Blandað saman og smurt yfir laxinn, rifnum parmesan osti stráð yfir og bakað við 180° í ca. 20 mínútur.

Borið fram með soðnum kartöflum, volgri skalotlaukolíu og salati.

föstudagur, 24. ágúst 2007

Fylltar kartöflur

Kartöflur með hakkfyllingu

10 bökunarkartöflur
100 gr.geitaostur (eða fetaostur)
30 gr. smjör
500 gr. hakk
2 laukar
2 hvítlauksrif
1/2 tesk. timian
1 matsk. hveiti
1 matsk. tómatpuré
1 matsk. Worchestershire sósa
1/4 l. nauta- eða lambasoð
salt og pipar

Bakið kartöflurnar við 200° í 1 1/2 klukkustund.
Steikið hakkið, bætið lauk og hvítlauk saman við og kryddið. Hrærið hveitinu og tómatpuré saman við. Steikið í nokkrar mínútur og hrærið stöðugt í. Bætið Worchestershire sósu og kjötsoði saman við og látið sjóða í 60 mínútur.
Skerið lok ofan af kartöflunum og takið innan úr þeim með skeið. Stappið kartöflurnar með geitaosti og smjöri og bragðbætið með salti og pipar.
Setjið kjötsósuna í kartöflurnar og kartöflumúsina ofan á. Bakið við 200° í 20 mínútur.
Berið fram með góðu salati.

fimmtudagur, 23. ágúst 2007

Panang kjúklingur

Tælenskur panang kjúklingur
1 kg. kjúklingur
3 matsk. olía
200 gr. skalotlaukur
2 matsk. panang karrýmauk (eða rautt karrýmauk ef þið fáið ekki panang)
3 matsk. hnetusmjör
1 dós kókosmjólk
1 chili
2 matsk. fiskisósa
1 1/2 matsk. sykur
5 kaffir limelauf
1/2 dl. vatn

Kjúklingurinn skorinn í litla bita og steiktur þar til hann er eldaður í gegn. Settur til hliðar. Skalotlaukurinn skorinn í sneiðar og steiktur í 2 mínútur án þess að láta hann brúnast. Karrýmauki og hnetusmjöri er bætt á pönnuna og steikt í 1/2 mínútu. Kókosmjólkinni, vatni, chili, fiskisósu, sykri og limelaufum bætt út í og látið sjóða við lágan hita í 5 mínútur. Hækkið þá hitann og bætið kjúklingnum í sósuna og hitið í ca 2 mínútur. Berið fram með soðnum hrísgrjónum.

fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Lasagne með kjötbollum

lasanja með kjötbollum
Kjötsósa:
1/2 kg. lambahakk
1 laukur smátt saxaður
2 hvítlausrif
2 dósir niðursoðnir tómatar
1/2 búnt steinselja
1/2 tesk. oregano
salt og pipar

Kjötbollur:
1/2 kg. lambahakk
1 egg
50 gr. brauðrasp
1/2 dl. rifinn parmesanostur
1/2 búnt steinselja
2 hvítlauksrif
salt og pipar

Bechamel sósa:
50 gr. smjör
50 gr. hveiti
600 - 700 ml. mjólk
1/2 dl. rifinn parmesanostur
salt, pipar og rifið múskat

300 gr. lasagneplötur

Ofan á:
1 mozzarella kúla
1/2 dl. rifinn parmesanostur

Steikið lauk og hvítlauk þar laukurinn er mjúkur. Bætið hakkinu við og steikið þar til það er vel brúnað. Bætið þá tómötum og kryddi við og látið malla í um 1 klukkustund.

Hnoðið allt sem á að fara í bollurnar vel saman í höndunum og mótið litlar kjötbollur. Látið þær bíða í ísskáp í um 30 mínútur og steikið svo á pönnu þar til þær eru fallega brúnaðar á öllum hliðum.

Bræðið smjörið og hrærið hveitinu saman við. Látið sjóða í 2-3 mínútur. Bætið mjólkinni smátt og smátt saman við og látið malla í nokkrar mínútur. Hrærið í pottinum allan tímann. Kryddið og blandið rifna ostinum saman við.

Setjið í eldfast mót 1/3 af kjötsósunni, helminginn af kjötbollunum, 1/3 af bechamel sósunni og helminginn af lasagneplötunum. Endurtakið og endið á afganginum af kjötsósunni og bechamel sósunni. Dreifið ostinum yfir og bakið við 175° í 30-40 mínútur.

miðvikudagur, 15. ágúst 2007

Tælensk önd í ananaskarrý

Önd með ananas

5 andarbringur (skinnlausar) skornar í bita
1/2 tesk. salt
2 tesk. sojasósa
2 tesk. sesamolía
1/2 tesk. svartur pipar
2 tesk. maísenamjöl
3 matsk. olía
100 gr. skalotlaukur, skorinn í sneiðar
2 matsk. rautt taílenskt karrýmauk
1 dós kókosmjólk
150 ml. kjúklingasoð
1 ferskur ananas, skorinn í bita
1 rautt chili
2 matsk. fiskisósa
1 matsk. sykur
rifinn börkur af einu lime

Salti, sojasósu, sesamolíu, pipar og maisenamjöli blandað saman í skál og andarbringurnar látnar marinerast í blöndunni í um 15 mínútur.
Skalotlaukurinn steiktur þar til hann er mjúkur, eða um 2 mínútur. Karrýmaukinu blandað saman við og steikt í 30 sekúndur. Kókósmjólkinni, kjúklingakraftinum, ananasinum, chili, fiskisósu, sykri og limeberki blandað saman við og látið malla í 10 mínútur. Andarbringurnar steiktar við háan hita í um 2 mínútur og síðan blandað saman við sósuna.
Borið fram með hrísgrjónum

sunnudagur, 12. ágúst 2007

Rauðrófusalat með geitaosti

Rauðrófusalat með fetaosti
250 gr. soðnar rauðrófur (ekki í ediki)
100 gr. geitaostur (má líka nota fetaost)
30 gr. ósaltar pistasíuhnetur
Ólífuolía

Rauðrófurnar skornar í bita og settar á disk, geitaosturinn mulinn yfir. Ólífuolíunni dreypt yfir og gróft saxaðar pistasíuhetur að lokum settar yfir.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...