föstudagur, 22. febrúar 2008

Marbella kjúklingur

Spænskur kjúklingur með ólífum og sveskjum 2 kg. kjúklingabitar
6 hvítlauksrif, söxuð
2 matsk. þurrkað oregano
1/4 bolli rauðvínsedik
1/4 bolli ólífuolía
1/2 bolli steinlausar sveskjur
1/2 bolli grænar ólífur
1/4 bolli capers
3 lárviðarlauf
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli hvítvín
1/4 bolli söxuð steinselja
Salt og pipar

Blandið saman hvítlauk, oregano, ediki, ólífuolíu, sveskjum, ólífum, capers og lárviðarlaufum. Hellið yfir kjúklingabitana og látið marinerast í nokkra klukkutíma eða yfir nótt.
Raðið kjúklingabitunum í eldfast mót og hellið marineringunni yfir. Dreifið sykrinum yfir kjúklingabitana og hellið hvítvíninu í kringum þá. Bakið við 175° í eina klukkustund og ausið soðinu reglulega yfir bitana. Dreifið steinseljunni yfir réttinn þegar hann er tilbúinn.
Borið fram með salati og góðu brauði.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...