Banoffee pie

Banana og karamellu kaka
Botn:
250 gr. hveiti
125 gr. smjör
50 gr. sykur
1 egg
Allt hráefnið sett í matvinnsluvél. Deigið kælt í um klukkustund, síðan flatt út og sett í bökudisk. Bakað með fargi (t.d. þurrum baunum eða hrísgrjónum) við 180° í 20 mínútur.

Fylling:
1 dós niðursoðin mjólk (condensed milk)
3 bananar
3 dl. rjómi
Mjólkurdósin sett í pott með sjóðandi vatni og soðin í 3 klukkustundir. Gætið þess að vatnið fljóti yfir dósina allan tímann. Látið kólna lítillega og innihaldinu síðan smurt yfir botninn. Bananarnir skornir í sneiðar og raðað yfir. Rjóminn þeyttur og dreift yfir og að síðustu er örlitlu kakódufti stráð yfir.

Ummæli