sunnudagur, 23. mars 2008

Engiferkjúklingur

Engiferkjúlli
Ótrúlega góður kjúklingaréttur sem við fengum í matarboði fyrir nokkrum árum.

1 kg. kjúklingabringur
500 gr. tagliatelle
120 gr. ferskur engifer
2 hvítlauksrif, marin
1/2 l. matreiðslurjómi
1 matsk. fljótandi kjúklingakraftur
salt og pipar

Afhýðið engiferinn og rífið niður. Kjúklingur skorinn í litla bita og léttsteiktur á pönnu. Bætið hvítlauk og engifer út í og því næst matreiðslurjóma og kjúklingakrafti. Látið malla saman í smástund og bragðbætið með salti og pipar ef þurfa þykir. Sjóðið pastað, setið það á fat og hellið kjúklingasósunni yfir. Skreytið með ferskri steinselju.

1 ummæli:

Þórný sagði...

Prófaði þennan eftir að hafa smakkað hann hjá þér, var með hýðishrísgrjón í staðinn fyrir pasta - kannski ekki eins ítalskt - en mjög gott :)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...