Innbakaður lax

Lax í smjördeigi
1 - 2 pk. smjördeig
800 gr. lax
1 box sveppir
1 gul paprika
1 blaðlaukur
1/2 - 1 gráðostur
salt, pipar og dill
1 egg til að pensla með

Smjördeigið flatt út og skorið í hæfilega stórar arkir fyrir hvert laxastykki. Laxinn hreinsaður, skorinn í bita og settur ofan á smjördeigið. Sveppir, blaðlaukur og paprika skorið í bita, steikt á pönnu og sett ofan á laxinn. Ofan á grænmetið er svo mulinn gráðostur og að lokum kryddað. Að síðustu er smjördeigið brotið saman og lokað.
Penslað með eggi og bakað við 200° í um 25 mínútur.

Ummæli