Mascarpone terta

Ostakaka með jarðarberjum Botn:
250 gr. hveiti
125 gr. smjör
50 gr. sykur
1 egg
rifinn börkur af einni appelsínu
Allt hráefnið sett í matvinnsluvél. Deigið kælt í um klukkustund, síðan flatt út og sett í bökudisk. Bakað með fargi (t.d. þurrum baunum eða hrísgrjónum) við 180° í 20 mínútur.

Fylling:
1,5 dl. rjómi
250 gr. mascarpone ostur
2 matsk. hunang
2 matsk. appelsínusafi eða appelsínulíkjör
150 gr. jarðarber
Rjómi, ostur, hunang og appelsínusafi hrært saman. Fyllingin sett í bökubotninn þegar hann er orðinn kaldur. Jarðarberin skorin í sneiðar og sett ofan á. Ef vill, má hita 2 matskeiðar af hunangi og pensla jarðarberin með því.

Ummæli