Önd í appelsínusósu

Appelsínuönd
6-8 andarbringur
1/2 dl. sykur
2 matsk. vatn
2 matsk. sherry edik
3,5 dl. appelsínusafi
4 skalotlaukar, saxaðir
3,5 dl. kjúklingasoð
50 gr. smjör
4 appelsínur

Sjóðið saman sykur og vatn þar til það er orðið að sírópi, um 8 mínútur. Takið af hitanum og hrærið edikinu saman við. Bætið appelsínusafanum og lauknum við og látið sjóða í um 15 mínútur eða þar til um hálfur bolli er eftir. Bætið þá kjúklingasoðinu við og sjóðið í hálftíma eða þar til um 3/4 bolli er eftir af sósunni.
Skerið börkinn af appelsínunum og skerið aldinkjötið innan úr himnunum.
Bætið smjörinu í sósuna og setjið appelsínubitana út í rétt áður en hún er borin fram.

Ristið í fituna á andarbringunum og setjið þær á heita pönnu. Steikið í 10 mínútur á fituhliðinni og 8 mínútur á hinni. Látið standa í 10 mínútur áður en þær eru bornar fram með sósunni.

Ummæli