laugardagur, 29. mars 2008

Parmigiana di Melanzane

Eggaldin með tómatsósu
2 dósir niðursoðnir tómatar
2 laukar
4 hvítlauksrif, marin
1/2 rautt chilli, saxað smátt
1 tesk. þurrkað oregano
salt og pipar
4 eggaldin
1 búnt ferskt basil
2 kúlur mozzarella ostur (250 gr.)
Rifinn parmesanostur

Laukurinn saxaður og mýktur í olíu í potti. Hvítlauk og chilli bætt við og látið krauma í nokkrar mínútur. Tómatarnir settir í pottinn ásamt kryddi og látið sjóða við vægan hita meðan eggaldinið er steikt. Þegar sósan er tilbúin er hún maukuð.
Eggaldinið skorið í 1 sm. þykkar sneiðar og penslað með ólífuolíu. Steikt á pönnu þar til það er vel brúnað.
Sett í eldfast mót, eggaldinsneiðar, basil, tómatsósa, mozzarellaostur, þetta ætti að gera tvö lög. Parmesanostinum stráð yfir og bakað við 180° í 35-40 mínútur.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...