mánudagur, 3. mars 2008

Pasta mammolara

Bakað tortellini með hakki
1 kg. hakk
2 dósir niðursoðnir tómatar
salt, pipar, ítalskt krydd, lárviðarlauf
500 gr. kotasæla
500 gr. tortellini
200 gr. rifinn ostur

Hakkið steikt á pönnu, tómatarnir settir út á, kryddað og látið sjóða í klukkustund. Bætið vatni á pönnuna ef þarf.
Sjóðið tortellini samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Hrærið kotasælunni saman við kjötsósuna, blandið soðnu tortellini saman við, dreifið rifna ostinum yfir og bakið við 200° í um 30 mínútur.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...