Pavlova

Marens með jarðarberjum
4 eggjahvítur
250 gr. sykur
2 tesk. maizenamjöl
1 tesk. hvítvínsedik
1/2 tesk. vanilludropar
1 peli rjómi, þeyttur
Ferskir ávextir, td. jarðarber eða hindber

Eggjahvítur og sykur þeytt þar til stíft og glansandi. Maizenamjöli, ediki og vanilludropum blandað varlega saman við.
20 - 23 sm. hringur teiknaður á bökunarpappír og marensinn settur inn í hann, athugið að hann á að vera frekar hár. Sett inn í 180° heitan ofn, hitinn strax lækkaður í 150° og bakað í 1 klukkustund og 15 mínútur. Þá er slökkt á ofninum og marensinn látinn kólna í honum.
Rjóminn settur ofan á kökuna þegar hún er orðin köld og skreytt með ávöxtunum.

Ummæli