miðvikudagur, 26. mars 2008

Ítölsk grænmetissúpa

Grænmetissúpa með pasta Ég held að þessi uppskrift hafi upphaflega komið úr bókinni Af bestu lyst

1 kg. grænmeti (má vera hvað sem er)
3 hvítlauksrif
1 1/2 líter grænmetissoð eða vatn
1 dós niðursoðnir tómatar
3 msk tómatpuré
1 tsk marjoram
250 gr. pasta
salt og pipar

Grænmetið skorið í litla bita og léttsteikt í potti. Soði, niðursoðnum tómötum, tómatþykkni og kryddi er bætt í pottinn og látið sjóða í 10 mínútur. Bætið þá pastanu við og látið sjóða í 10 mínútur í viðbót.
Berið fram með rifnum parmesan osti.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...