Lambakjöt með spínati (Sag Gosht)

Indverskt lambakjöt
1 kg. lambakjöt, skorið í litla bita
1 1/2 tesk. sinnepsfræ
2 hvítlauksrif, marin
2 tesk. kardimommur
1 matsk. koriander
4 sm. engifer, saxaður smátt
1 laukur
1 grænt chilli, fræhreinsað og saxað smátt
1 tesk. sykur
1 tesk. turmerik
300 gr. spínat
1 tesk. sjávarsalt
1 lítil dós jógúrt

Steikið sinnepsfræin í heitri olíu á djúpri pönnu þar til þau byrja að poppast. Bætið þá hvítlauk, kardimommum, koriander og engifer á pönnuna, steikið í eina mínútu og hrærið stanslaust í á meðan. Bætið lambakjötinu, lauk og chilli á pönnuna og steikið þar til kjötið er er fallega brúnað. Hrærið þá sykri, turmerik og spínati saman við og sjóðið í 3 mínútur. Saltið og hrærið jógúrtinu saman við, lækkið hitann og látið malla undir loki í um eina klukkustund.

Ummæli