Moussaka

Mússaka

1 kg. hakk
1 stór laukur
2 dósir niðursoðnir tómatar
1/2 tesk. oregano
1/2 tesk. kanill
2 lárviðarlauf
4 eggaldin
salt og pipar eftir smekk

100 gr. smjör
4 matsk. hveiti
1/2 l. mjólk
120 gr. rifinn parmesanostur
3 egg
1/2 rifin múskathneta

Brúnið hakkið og bætið söxuðum lauk saman við. Steikið þar til laukurinn er orðinn glær en ekki brúnaður. Bætið þá tómötum og kryddi út í og látið sjóða undir loki í ca. 1 klukkustund. Ef sósan er of þunn er lokið tekið af pottinum síðustu 10 mínúturnar.
Skerið eggaldinið í sneiðar, penslið þær með olíu og steikið á heitri pönnu þar til þær eru fallega brúnaðar.
Bræðið smjörið í potti og hrærið hveitinu saman við. Bætið mjólkinni við smátt og smátt. Látið sjóða í um 5 mínútur og hrærið stanslaust í svo að sósan brenni ekki við. Bætið parmesan ostinum í ásamt múskatinu og saltið að lokum ef þarf. Látið sósuna kólna lítillega og hrærið svo eggjunum saman við, einu í einu.
Raðið helmingnum af eggaldinsneiðunum í eldfast mót, setjið kjötsósuna þar yfir, raðið síðan afganginum af eggaldinsneiðunum yfir og hellið sósunni yfir.
Bakið við 175° í um 45 mínútur.

Ummæli