Arabísk kjúklingabaka

Kjúklingabaka með kanel

100 gr. bulgur (má líka nota kúskús)
1 laukur, saxaður
500 gr. kjúklinga- eða kalkúnahakk
50 gr. þurrkaðar apríkósur, saxaðar
25 gr. saxaðar möndlur
1 tesk. kanell
1/2 tesk. allrahanda
1 dl. jógúrt
3 matsk. saxaður graslaukur
salt og pipar
200 gr. fillodeig
50 gr. smjör

Hellið 150 ml. af soðnu vatni yfir bulgur kornið og látið standa í 10 mínútur. Steikið hakkið og laukinn, bætið apríkósum, möndlum og bulgur saman við og eldið áfram í 2 mínútur. Takið af hitanum og bætið við kryddi, graslauk og jógúrti. Bragðbætið með salti og pipar.
Penslið helminginn af fillodeiginu með smjöri og setjið í eldfast mót. Setjið fyllinguna í mótið, penslið afganginn af deiginu með smjöri og setjið ofan á. Lokið bökunni og bakið við 200° í 30 mínútur.
Bökuna má borða heita eða kalda.

Ummæli