Frönsk tómatbaka

Smjördeigsbaka með tómötum
375 gr. smjördeig
150 gr. mascarpone ostur
50 gr. rifinn parmesan ostur
12-14 tómatar
salt, pipar, ólífuolía

Pestó:
50 gr. basil (eingöngu laufin)
2 hvítlauksrif, söxuð
3 matsk. ólífuolía
3 matsk. furuhnetur
3 matsk. rifinn parmesan ostur

Byrjið á að búa til pestóið, allt sett í matvinnsluvél og maukað. Bragðbætt með salti ef þarf.

Smjördeigið flatt út í 25x35 sentimetra ferning og sett á bökunarplötu. Mascarpone, parmesan og helmingurinn af pestóinu hrært saman og smurt yfir smjördeigið, 2 sentimetra kantur skilinn eftir. Tómatarnir skornir í sneiðar og raðað þétt yfir, fyrsta og síðasta sneiðin eru ekki notaðar. Salti, pipar og ólífuolíu dreift yfir og bakað við 200° í 40 mínútur. Þá er hitinn lækkaður í 150° og bakað áfram í 30 mínutur. Áður en bakan er borin fram er afganginum af pestóinu dreift yfir.

Ummæli