miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Rækju saganaki

Rækjur með fetaosti
400 gr. risarækja (einnig má nota smærri rækjur)
6 tómatar
1/2 tesk. cayenne pipar
2 matsk. ólífuolía
100 gr. feta ostur
salt, pipar og sykur eftir smekk

Tómatarnir afhýddir, skornir í bita og eldaðir á pönnu ásamt ólífuolíu og kryddi þar til þeir eru orðnir að þykkri sósu.
Rækjurnar settar í eldfast mót, sósunni hellt yfir og bakað við 200° í 10 mínútur - skemur ef notuð er smærri rækja. Osturinn skorinn í bita og dreift yfir, sett undir heitt grill í ca. 5 mínútur.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...