föstudagur, 12. september 2008

Penne með graskeri og sveppum

Pasta með graskeri og sveppum
300 gr. penne pasta
1 grasker (butternut squash)
1 rauðlaukur
150 gr. sveppir
4 hvítlauksrif
1 tesk. oregano
salt, pipar, ólífuolía

Sósa:
1 matsk. ólífuolía
1 laukur
1 dl. hvítvín
1.5 dl. rjómi
salt og pipar

Graskerið afhýtt, skorið í bita og sett í ofnskúffu. Rauðlaukur og sveppir skorin í sneiðar og sett ofan á graskerið. Hvílaukurinn marinn og dreift yfir. Ólífuolíu dreypt yfir ásamt kryddinu. Bakað við 200° í 30-40 mínútur, hrært í nokkrum sinnum.

Á meðan grænmetið er eldað er sósan búin til. Laukurinn saxaður smátt og eldaður í ólífuolíunni þar til hann er mjúkur en hefur ekki brúnast. Hvítvíninu hellt saman við og látið sjóða í nokkrar mínútur eða þar til vínið hefur soðið niður um rúmlega helming. Rjómanum bætt við og látið sjóða nokkrar mínútur eða þar til sósan er þykk. Bragðbætt með salti og pipar.

Blandið soðnu pastanu saman við sósuna ásamt 3/4 af grænmetinu. Sett á stóran disk og afganginum af grænmetinu dreift yfir.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...