þriðjudagur, 2. desember 2008

Hnetusmjörskonfekt

Hnetusmjörskonfekt 50 gr. púðursykur
200 gr. flórsykur
50 gr. smjör
200 gr. hnetusmjör
200 gr. rjómasúkkulaði
100 gr. suðusúkkulaði
1 matsk. smjör

Hrærið hnetusmjör, smjör, púðursykur og flórsykur vel saman. Klæðið 23 sm. form með bökunarpappír og þrýstið hnetusmjörs-
blöndunni í botninn. Bræðið súkkulaðið ásamt 1 matsk. af smjöri og dreifið yfir hnetusmjörsblönduna. Kælið vel og skerið í litla bita.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...