þriðjudagur, 30. desember 2008

Waldorfsalat

Waldorfsalat
200 gr. majones
1 peli þeyttur rjómi
salt, sykur og sítrónusafi eftir smekk
3-4 sneiddir sellerístönglar
3 afhýdd og smátt skorin rauð epli
1 klasi græn vínber skorin í tvennt
50 gr. hakkaðir valhnetukjarnar

Öllu blandað saman og kælt. Best er að gera salatið sama dag og á að nota það því það geymist ekki mjög lengi.

Rauðlaukssulta

Rauðlaukssulta 6 rauðlaukar í sneiðum
2 matsk. smjör
3 matsk. sykur
3 matsk. rauðvínsedik
Salt og pipar

Rauðlaukurinn mýktur í smjörinu. Sykri og ediki hellt saman við og látið sjóða þar til sultan hefur þykknað. Saltað og piprað eftir smekk

Baunasalat

Baunasalat 1 dós grænar baunir
1 dós maisbaunir
1 dós nýrnabaunir
1 græn paprika, smátt söxuð
1/2 bolli smátt saxaður laukur
1/2 bolli smátt saxað sellerí
2/3 bolli edik
1/2 bolli sykur
1/2 bolli matarolía
1 tesk. salt
1/2 tesk. worchestershiresósa
1/4 tesk. pipar

Skolað af baununum. Edik, sykur og olía volgrað í potti.
Öllu blandað saman og látið bíða í amk. 8 klst.
Geymist vel í kulda

Amerískar súkkulaðibitakökur

Súkkulaðibitakökur 2 1/4 bolli hveiti
3/4 bolli púðursykur
3/4 bolli sykur
1 bolli smjör
1 bolli brytjað súkkulaði
1 bolli saxaðar möndlur
2 egg
1 tesk. matarsódi

Öllu blandað saman. Deigið sett með teskeið á bökunarplötu og bakað við 200° í 10-12 mínútur.

sunnudagur, 28. desember 2008

Lakkrístoppar

Lakkrístoppar 3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
300 gr. lakkrískurl (2 pokar)

Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið púðursykrinum við og þeytið áfram þar til sykurinn er alveg horfinn. Bætið söxuðu súkkulaði og lakkrískurli við. Setjið með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakið við 175° í 12-14 mínútur.

þriðjudagur, 2. desember 2008

Franskar piparkökur

Franskar piparkökur 250 gr. smjör
200 gr. síróp
200 gr. sykur
2-3 tesk. kanill
2 tesk. negull
2 tesk. engifer
1 1/2 matsk. koníak
500 gr. hveiti
1 tesk. matarsódi
60 gr. hakkaðar möndlur.

Smjör, síróp og sykur er hrært saman, síðan er kryddinu og koníakinu bætt í. Næst er hveitinu, matarsódanum og síðast möndlunum hnoðað saman við. Búnar eru til lengjur sem eru geymdar í ísskáp yfir nótt. Lengjurnar eru síðan skornar í sneiðar og bakaðar í 7-8 mínútur við 180° hita.

Kókoskökur með súkkulaði

Kókoskökur 2 egg
2 dl. sykur
3 dl. kókosmjöl
2 dl. hveiti
1 tesk. lyftiduft
50 gr brytjað súkkulaði

Egg og sykur þeytt vel saman. Þurrefnum og súkkulaði blandað saman við eggjahræruna og sett með teskeið á plötu. Bakað við 160°c í ca. 10 mínútur.

Hnetusmjörskonfekt

Hnetusmjörskonfekt 50 gr. púðursykur
200 gr. flórsykur
50 gr. smjör
200 gr. hnetusmjör
200 gr. rjómasúkkulaði
100 gr. suðusúkkulaði
1 matsk. smjör

Hrærið hnetusmjör, smjör, púðursykur og flórsykur vel saman. Klæðið 23 sm. form með bökunarpappír og þrýstið hnetusmjörs-
blöndunni í botninn. Bræðið súkkulaðið ásamt 1 matsk. af smjöri og dreifið yfir hnetusmjörsblönduna. Kælið vel og skerið í litla bita.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...