laugardagur, 24. janúar 2009

Spaghetti með kræklingi

Kræklingur í tómatsósu
Uppskriftin er fyrir tvo

250 gr. spaghetti
450 gr. kræklingur í skel
1 laukur
4 hvítlauksrif
1 dós niðursoðnir tómatar eða 500 gr. ferskir tómatar
2 matsk. tómatpuree
1 búnt steinselja, smátt söxuð
salt og pipar

Saxið laukinn smátt og merjið hvítlaukinn. Mýkið í ólífuolíu í ca. 5 mínútur. Bætið þá tómötunum á pönnuna og sjóðið við vægan hita í ca. 15 mínútur. Ef notaðir eru ferskir tómatar þarf að taka af þeim hýðið og saxa þá gróft. Bætið þá kræklingnum við og látið sjóða undir loki í ca. 5 mínútur. Að lokum helmingnum af steinseljunni hrært saman við ásamt soðnu spaghettinu, restinni af steinseljunni er svo stráð yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...