Vatnsdeigsbollur

Bollur 80 gr. smjör
2 dl. vatn
100 gr. hveiti
2-3 egg
1/4 tesk. salt

Sjóðið vatn og smjör í potti þar til smjörið hefur bráðnað og vatnið sýður. Bætið þá hveitinu í og hrærið vel saman við. Gætið þess að hafa pottinn áfram á heitri hellunni á meðan. Stráið saltinu yfir og látið kólna lítillega. Þeytið eggin og bætið þeim smám saman út í deigið. Hrærið vel í á milli, gott er að nota handþeytara.
Búið til 12 bollur með tveimur skeiðum eða rjómasprautu og bakið þær við 200° í 20-30 mínútur. Athugið að ekki má opna ofninn fyrstu 15-20 mínúturnar.

Ummæli