Frönsk súkkulaðiterta

Frönsk súkkulaðikaka 200 gr. smjör
200 gr. suðusúkkulaði
4 egg
3 dl. sykur
1 dl. hveiti
100 gr. fínt malaðir heslihnetukjarnar

Bræðið smjör og súkkulaði saman. Þeytið egg og sykur mjög vel saman. Þegar smjörið og súkkulaðið hefur kólnað aðeins (það má ekki vera heitt) er það látið út í eggjahræruna. Síðan er hveiti og hnetum blandað varlega saman við.
Bakið í tertuformi (springformi) við 180° í 35-40 mínútur. Athugið að kakan á að vera dálítið "klesst" í miðjunni.
Kakan er látin kólna í forminu og síðan skreytt með sigtuðum flórsykri og jarðarberjum. Borin fram með þeyttum rjóma.

Ummæli