Panna cotta með hindberjum

Panna cotta með hindberjum
1 líter rjómi
2 vanillustangir
3 blöð matarlím
125 ml. mjólk
125 gr. flórsykur

6 tesk. vodki

Hindberjasósa:
300 gr. hindber
3 matsk. flórsykur

750 ml. af rjómanum sett í pott ásamt klofnum vanillustöngunum og soðið niður um þriðjung. Fræin skafin innan úr vanillustöngunum og blandað saman við rjómann.
Matarlímið er lagt í bleyti í mjólkinni í 15 mínútur. Tekið úr og mjólkin hituð að suðu. Matarlímið sett saman við og hrært þar til það hefur bráðnað. Blandað saman við heitan rjómann og blandan látin kólna. Afgangurinn af rjómanum er þeyttur ásamt flórsykrinum og blandað varlega saman við rjómablönduna þegar hún hefur kólnað.
Hellt í lítil form og látið stífna í ísskáp í a.m.k. 2 klukkustundir.
Hindberin sett í mixara og maukuð ásamt 3 matsk. af flórsykri.
Búðingunum er hvolft á diska, einni teskeið af vodka hellt yfir hvern þeirra og borið fram með hindberjasósunni.

Ummæli