Perur með gráðaosti

Perur með gráðosti
Uppskrift frá Nigellu sem hefur fengið íslenska yfirhalningu

2 perur
4 matsk. marsalavín eða sherrý
2 matsk. fljótandi hunang
100 gr. pekanhnetur
1 pk. gráðaostur

Afhýðið og kjarnhreinsið perurnar og skerið hverja í 8 báta. Steikið í olíu á pönnu, ca. 3 mínútur á hverri hlið. Blandið víninu og hunanginu saman í skál og hellið yfir perurunar á pönnunni. Látið sjóða í nokkrar mínútur og færið perurnar þá á fat. Setjið hneturnar út í vínblönduna á pönnunni og látið sjóða í nokkrar mínútur við góðan hita. Bætið meira víni við ef þarf. Dreifið hnetunum yfir perurnar ásamt sósunni og myljið að lokum gráðostinn yfir.

Ummæli