fimmtudagur, 4. júní 2009

Brownies

Brownies
125 gr. smjör
200 gr. suðusúkkulaði
1 matsk. Tia Maria (má sleppa)
1 tesk. vanilludropar
3 egg
250 gr. sykur
1/2 tesk. salt
125 gr. hveiti

Smjör og súkkulaði brætt saman. Líkjörnum og vanilludropunum hrært saman við og látið kólna dálítið. Egg, sykur og salt þeytt mjög vel saman og súkkulaðiblöndunni hrært saman við.
Að lokum er hveitinu blandað gætilega saman við með sleikju en hrært sem allra minnst svo að loftið fari ekki úr deiginu.
Deiginu hellt í ferkantað pappírsklætt form og bakað við 175° í ca. 30 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn út. Kakan er látin kólna í forminu og þegar hún er hálfköld er hún skorin í frekar litla ferkantaða bita.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...