laugardagur, 24. október 2009

Krabbasalat

spænskt krabbasalat 200 gr. krabbakjöt (surimi)
100 gr. hvítkál
1 matsk. ólífuolía
4 matsk. majones
2 matsk. sýrður rjómi
safi úr 1/4 lime
salt og pipar

Krabbakjötið er rifið niður í matvinnsluvél. Tekið úr og hvítkálið rifið níður í vélinni. Þessu er blandað saman og ólífuolíunni, majónesinu og sýrða rjómanum blandað vel saman við. Limesafinn kreistur út í og kryddað eftir smekk.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...