laugardagur, 24. október 2009

Rækjulummur

Spænskar rækjupönnukökur Þessi uppskrift var í Gestgjafanum fyrir nokkrum árum.

80 gr. hveiti
2 egg
2 matsk. kalt vatn
300 gr. rækjur
1/2 blaðlaukur, saxaður smátt
2-3 matsk. söxuð steinselja
1 tesk. paprikuduft
salt og pipar

Hveiti, egg og vatn hrært saman þar til úr verður kekkjalaust deig. Rækjum, blaðlauk, steinselju og kryddi blandað saman við. Steiktar litlar lummur á vel heitri pönnu þar til þær eru fallega brúnaðar á báðum hliðum. Olían látin renna af þeim á eldhúspappír. Lummurnar eru borðaðar heitar eða kaldar með sýrðum rjóma.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...