laugardagur, 24. október 2009

Salsa sósa

mexíkósk salsa

1 dós niðursoðnir tómatar
1 laukur
1 græn paprika
1 rautt chili (fræin fjarlægð)
1 hvítlauksrif
1/2 tesk. cummin
1/2 tesk. kóriander
2 matsk. sykur
salt og pipar

Saxið lauk og papriku mjög smátt og mýkið í olíu. Bætið tómötunum saman við (best er að nota saxða tómata) ásamt hvítlauk, chili og kryddi.
Látið sjóða við fremur vægan hita í 30 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...