Koníakslöguð apríkósusulta með pekan hnetum

Apríkósusulta 1 kg. þurrkaðar apríkósur, gróft saxaðar
1 l. eplasafi
Safi og rifinn börkur af einni sítrónu
1 kg. sykur
150 gr. pecan hnetur, gróft saxaðar
1 dl. koníak + 1 tesk. í hverja krukku

Látið apríkósurnar liggja í bleyti í eplasafanum í nokkra klukkutíma eða yfir nótt. Setjið í pott ásamt safanum og látið sjóða í 20 mínútur eða þar til apríkósurnar eru meyrar.
Blandið sítrónusafa og berki, hnetum og sykri saman við og sjóðið áfram við vægan hita í um 15 mínútur. Þeir sem eiga sykurmæli láta sultuna sjóða þar til mælirinn sýnir 105°. Takið sultuna af hitanum og látið kólna í 10 mínútur.
Hrærið koníakinu saman við og setjið strax í heitar krukkur. Hellið einni teskeið af koníaki í hverja krukku.
Gott er að láta sultuna standa í viku áður en hún er notuð.

Ummæli