Rauðkál

jólarauðkál1 kg. rauðkál skorið í strimla
2 epli í bitum
1 dl. rifsberjahlaup eða önnur sulta
1/2 dl. pálmasykur
4 matsk. balsamedik
1 kanelstöng
4 negulnaglar
5 svört piparkorn
salt eftir smekk
2 dl vatn
3 dl. eplasafi

Rauðkál og epli sett í pott og hrært vel. Bætið sultu, balsamediki og kryddi í pottinn og síðan vatni og eplasafa. Hitið að suðu og látið malla við mjög vægan hita undir loki í um 1 klukkustund eða þar til rauðkálið er meyrt.

Ummæli