fimmtudagur, 11. febrúar 2010

Pepperoni brauðréttur

Heitur brauðréttur 1/2 samlokubrauð
1 bréf pepperoni
1 blaðlaukur
250 gr. sveppir
1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar
5 dl. matreiðslurjómi
1 mexíkó ostur
1 poki gratínostur

Skorpan skorin af brauðinu, það skorið í litla bita og sett í botninn á smurðu eldföstu móti. Pepperoni, blaðlaukur, sveppir og sólþurrkaðir tómatar er skorið smátt og blandað saman í skál. Gott er að blanda dálítilli olíu af tómötunum út í blönduna. Dreift yfir brauðið. Skerið mexíkó ostinn í bita og bræðið í potti ásamt rjómanum. Látið kólna örlítið, hellið svo blöndunni yfir brauðið og dreifið gratínostinum yfir. Bakið við 200°C í ca. 20 mínútur.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...