laugardagur, 6. febrúar 2010

Súkkulaðimús með hindberjum

Súkkulaðimousse 100 gr. súkkulaði
2 matsk. smjör
2 matsk. heitt vatn
1 peli rjómi, þeyttur
3 egg, aðskilin
1 matsk. sykur
hindber


Súkkulaði, smjör og vatn brætt saman. Látið kólna niður í líkamshita.
Eggjahvítur og sykur þeytt saman þar til eggjahvítur eru stífar.
Eggjarauðum hrært saman við súkkulaðið þegar það hefur kólnað, og síðan 1/3 af þeytta rjómanum. Þá er helmingnum af eggjahvítunum hrært saman við. Þegar þær hafa blandast er afganginum af hvítunum blandað saman við og að lokum afganginum af rjómanum. Helmingurinn af músinni settur í skál, hindberjum dreift yfir og afgangurinn af músinni settur yfir. Skreytt með hindberjum og borið fram með þeyttum rjóma.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...