þriðjudagur, 30. mars 2010

Ostasalat

salat með osti og vínberjum
1 piparostur
1 camembert
1 lítil dós majones
1 dós sýrður rjómi
1/2 blaðlaukur
1 paprika
1 lítil dós kurlaður ananas
vínber eftir smekk

Ostarnir skornir í litla bita. Blaðlaukur og paprika saxað smátt, safinn látinn renna vel af ananasinum og vínberin skorin í tvennt. Öllu blandað saman og kælt vel. Borið fram með kexi eða brauði.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...