Hindberja créme brulée

Creme brule

3 dl. rjómi
2.5 dl. nýmjólk
1 vanillustöng
125 gr. sykur
5 eggjarauður
Frosin hindber
Hrásykur

Vanillustöngin klofin (fræin skafin úr) og soðin í mjólkinni og rjómanum ásamt helmingnum af sykrinum. Látið kólna dálítið. Rauðurnar þeyttar með afganginum af sykrinum, rjómablandan sigtuð og þeytt smám saman út í eggin. Hindberin sett í botninn á litlum eldföstum formum og rjómablöndunni hellt yfir. Bakað í vatnsbaði við 150° í ca. 1 klukkustund eða þar til búðingurinn er stífur. Þá er hann kældur vel í formunum, hrásykri stráð yfir og hann bræddur með gasloga þar til hann er farinn að brúnast vel.

Ummæli