mánudagur, 29. nóvember 2010

Chili dýfa

200 gr. rjómaostur
1 dl. majones
1 dl. rifinn ostur
1 rautt chili

1 dl. fín brauðmylsna
1/2 dl. rifinn parmesanostur
20 gr. smjör í litlum bitum

Setjið rjómaost, majones, rifinn ost og chili í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið blönduna í eldfast mót, blandið saman brauðmylsnu og parmesan osti og dreifið yfir. Dreifið smjörbitunum að lokum yfir og bakið við 180° í ca. 30 mínútur eða þar til toppurinn hefur brúnast örlítið og dýfan er heit í gegn.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...