mánudagur, 13. desember 2010

Kornflexkökur

4 eggjahvítur
1/2 tesk. salt
1 bolli sykur
1 1/2 bolli kókósmjöl
2 bollar kornflex, gróft mulið
1 bolli súkkulaði, brytjað
100 gr. saxaðar heslihnetur
1 1/2 tesk. vanilludropar

Eggjahvítur og salt þeytt, sykri bætt við og stífþeytt. Kókosmjöli, kornflexi, súkkulaði og hnetum blandað varlega saman við. Sett með teskeið á bökunarpappír og bakað við 175° í ca. 10 mínútur eða þar til kökurnar hafa tekið örlítinn lit.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...