föstudagur, 25. febrúar 2011

Sjö laga ídýfa

7 laga dýfa
1 dós refried beans
3 tesk. taco krydd
1 dós sýrður rjómi
1 krukka taco sósa
1- 2 avocado
sítrónusafi
100 gr. rifinn ostur
3 tómatar
1 búnt vorlaukur
1 dl. svartar ólífur

1. lag: Hrærið saman refried beans og taco kryddi og smyrjið á disk
2. lag: Hrærið sýrða rjómann örlítið og smyrjið yfir
3. lag: Hellið taco sósunni yfir
4. lag: Stappið avocadoið með örlitlum sítrónusafa og dreifið yfir
5. lag: Stráið rifna ostinum yfir
6. lag: Hreinsið fræin úr tómötunum og skerið þá smátt ásamt vorlauknum og dreifið yfir
7. lag: Skerið ólífurnar í sneiðar og setjið yfir dýfuna

Berið fram með tortilla flögum

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...