laugardagur, 7. maí 2011

Grískt pastasalat

350 gr. penne pasta
1 kíló vel þroskaðir tómatar
1 blaðlaukur
1 krukka fetaostur í olíu
1 búnt dill
Salt og pipar

Skerið tómatana í tvennt, takið fræin innan úr þeim og saxið þá svo smátt. Saxið blaðlaukinn smátt ásamt dillinu og hrærið saman við tómatana. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og setjið það heitt saman við grænmetið. Blandið að lokum fetaostinum og olíunni saman við, saltið og piprið eftir smekk og borðið með góðu brauði.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...