sunnudagur, 1. maí 2011

Muffins með banana, súkkulaði og hnetusmjöri

Hnetusmjörsmöffins 50 gr. súkkulaði (70%)
50 gr. hnetusmjör
60 gr. smjör
100 gr. hrásykur
2 bananar
1 egg
1/2 tesk. vanilludropar
150 gr. hveiti
1/2 tesk. salt
1/2 tesk. matarsódi
2 matsk. sjóðandi vatn

Ofan á:
50 gr. súkkulaði (70%), saxað
10-12 tesk. hnetusmjör

Bræðið súkkulaðið og hnetusmjörið saman yfir vatnsbaði. Bræðið smjörið og hrærið sykrinum saman við. Stappið bananana og hrærið ásamt vanilludropunum og egginu saman við sykurinn og smjörið. Hrærið súkkulaðinu og hnetusmjörinu saman við, bætið vatninu í deigið og blandið svo þurrefnunum varlega saman við. Setjið deigið í 10-12 muffinsform, setjið eina teskeið af hnetusmjöri ofan á hverja köku og dreifið saxaða súkkulaðinu svo yfir. Bakið við 160° í 20-25 mínútur.
Kökurnar eru betri ef þær fá að kólna dálítið áður en þær eru borðaðar.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...