Spænskt kartöflusalat

kartöflusalat með saffrani
1/2 dl. rauðvínsedik
1 matsk. hunang
væn klípa af saffrani
2 1/2 dl. majones
1 hvítlauksrif, marið eða rifið
1 kg. kartöflur
2 tómatar
1 rauðlaukur
1 búnt steinselja
salt og pipar

Setjið edik, hunang og saffran í lítinn pott og komið upp suðu. Takið strax af hitanum og látð blönduna kólna í stofuhita. Þegar blandan hefur kólnað er henni hellt úr í majonesið ásamt hvítlauknum. Bragðbætt með salti og pipar eftir smekk.
Kartöflurnar soðnar og skornar í bita. Ef notaðar eru nýjar kartöflur þarf ekki að afhýða þær. Blandið kartöflunum strax saman við majonesið ásamt kjarnhreinsuðum tómötunum, rauðlauknum og steinseljunni og kryddið með salti og pipar ef þarf.

Ummæli