Kókossúpa með núðlum

Tælensk núðlusúpa
2 dósir kókosmjólk
4 dl. vatn
3 hvítlauksrif
3 matsk. ferskur engifer
3-4 matsk. fiskisósa
1 rautt chili
1 kínakálshöfuð
1 búnt ferskt kóríander
1 pakki hrísgrjónanúðlur
Salt og pipar

Núðlurnar soðnar eftir leiðbeiningum á pakka. Kókosmjólk og vatn sett í pott, hvítlaukur og engifer rifið smátt og sett út í ásamt fiskisósu og smátt söxuðu, fræhreinsuðu chili. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bragðbætt með salti og pipar ef þarf. Kínakálið saxað gróft og sett saman við og látið sjóða þar til það er mjúkt. Að lokum er soðnum núðlunum blandað saman við súpuna og söxuðu kóríander stráð yfir.

Ummæli