sunnudagur, 11. september 2011

Heitar ostasnittur

Snittur með ostablöndu 1 lítil dós majones
1 dós rækjusmurostur
1 dós sýrður rjómi
1 dós grænn aspas
1 skinkubréf
2 snittubrauð

Majones, smurostur og sýrður rjómi sett í skál og hrært saman. Vökvanum hellt af aspasnum, skinkan skorin í litla bita og blandað saman við ostahræruna. Snittubrauðin skorin í sneiðar og blöndunni smurt á brauðið. Bakað í 180° heitum ofni þangað til snitturnar hafa brúnast örlítið.

1 ummæli:

Ólöf sagði...

Ég datt inn á síðuna hjá þér og hún er alveg frábær, ótrúlega girnilegar og þægilegar uppskriftir :)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...