Fanneyjarfiskur

Þetta er uppáhaldsfiskrétturinn á heimilinu.

1 bolli hrísgrjón
800 gr. ýsuflök
1 dós niðursoðnir tómatar
1 dl. majones
2 tesk. karrý
1 tesk. sjávarsalt
150 gr. rifinn ostur

Sjóðið hrísgrjónin og passið að salta þau því annars getur rétturinn orðið bragðdaufur. Skerið fiskinn í bita, saltið og piprið og bakið við 180° í 15 mínútur. Maukið tómatana (og safann) ásamt majonesi, karrý og salti. Setjið hrísgrjónin í eldfast mót, raðið fiskinum yfir, hellið því næst sósunni yfir og dreifið að lokum rifna ostinum yfir allt. Bakið við 200° í 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og farinn að brúnast.
Berið fram með soðnum kartöflum og salati.

Ummæli