sunnudagur, 12. febrúar 2012

Döðlubrauð með banana

Banana og döðlubrauð 250 gr. döðlur
1 bolli sjóðandi vatn
2 bananar, stappaðir
1/2 dl. olía
2 egg
250 gr. spelt
2 tesk. lyftiduft

Hellið sjóðandi vatninu yfir döðlurnar og látið standa í um hálfa klukkustund. Blandið öllum hráefnunum saman í stórri skál og hrærið vel saman með sleif. Athugið að vatnið af döðlunum á að fara út í deigið.
Setjið deigið í vel smurt formkökuform (gott er að klæða botninn með bökunarpappír) og bakið við 180° í 50-60 mínútur.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...