fimmtudagur, 16. febrúar 2012

Túnfiskpasta

Pastabaka með túnfiski 500 gr. pasta
1 laukur
2 dósir niðursoðnir tómatar
2 dósir túnfiskur
1 dós maískorn
2 tesk. sjávarsalt
2 tesk. oregano
svartur pipar
200 gr. rifinn ostur

Pastað soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Laukurinn skorinn smátt og mýktur í örlítilli olíu. Tómötunum hellt á pönnuna og látið sjóða í nokkrar mínútur. Kryddi og maiskorni blandað saman við og að lokum túnfisknum. Hrærið soðnu pastanu saman við, setjið í eldfast mót og dreifið rifna ostinum yfir. Bakið við 200° í 20-30 mínútur.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...