Döðlukaka

döðluréttur
Ofboðslega góður eftirréttur sem ég fékk hjá Eddu vinkonu minni.

500 gr. döðlur
1 banani
1 1/2 dl. tröllahafrar
1 1/2 dl. kókosolía
100 gr. 70% súkkulaði
Blandaðir ferskir ávextir - td. jarðarber, bláber, vínber og kiwi
Kókosflögur eftir smekk (má sleppa)

Sjóðið döðlurnar í dálitlu vatni í 10 mínútur. Takið pottinn af hellunni og látið standa í ca. 15 mínútur. Bræðið kókosolíuna í vatnsbaði, setjið döðlur ásamt suðuvatni, banana, haframjöl og kókosolíu í matvinnsluvél og maukið. Setjið blönduna í mót (betra er að hafa mótið dálítið stórt til að kakan verði ekki of þykk) og kælið vel. Saxið að lokum súkkulaðið (eða bræðið það), dreifið yfir kökuna og skreytið með ávöxtum og kókosflögum.

Gott að bera fram með þeyttum rjóma.

Ummæli