Fiskikarrý

Tælenskur fiskréttur
800 gr. hvítur fiskur
2 matsk. olía
1 matsk. tælenskt grænt karrýmauk
3 hvítlauksrif
1 rautt chili
1 grasker (Butternut squash)
1 blaðlaukur
2 dósir kókosmjólk
1 matsk. fiskisósa
safi úr hálfu lime

Hitið olíuna á pönnu og steikið karrýmaukið í um eina mínútu. Hellið kókosmjólkinni út á pönnuna og hrærið þar til karrýmaukið hefur samlagast henni. Saxið þá hvítlaukinn og chilið smátt (fjarlægið fræin úr chilinu) og blandið saman við ásamt fiskisósunni. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bætið þá graskerinu afhýddu og í litlum bitum saman við ásamt blaðlauknum í sneiðum. Látið sjóða undir loki í 20 mínútur eða þar til graskerið er meyrt. Hrærið þá limesafanum saman við, bragðbætið með salti og pipar ef þarf og leggið að lokum fiskinn í litlum bitum ofan á. Látið sjóða í um 5 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.
Berið fram með hrísgrjónum og söxuðu koriander.

Ummæli